Ásgarður handverkstæði

Um okkur

Ásgarður Handverkstæði var stofnað 1993 og hefur starfsleyfi frá Gæða- og eftirlitsstofnun Félagsþjónustu og barnaverndar til að reka Atvinnu- og hæfingartengda þjónustu.
Ásgarður er Sjálfseignastofnun og er rekin án hagnaðar. Þar starfa nú 33 þroska hamlaðir einstaklingar ásamt 9 leiðbeinendum. Ásgarður er vinnustaður sem hefur metnað til að vinna með og þroska hinn manneskjulega þátt vinnunnar. Í því felst m.a. að framleiðslan er löguð að getu hvers og eins og honum hjálpað við að ná valdi á hugmyndum og verkfærum og vinna með þau. Sem sagt, að taka þátt í sköpunarferli frá hönnun að endanlegri útkomu. Þetta veitir einstaklingnum sjálfstraust, skerpir vilja hans og eykur þolinmæði.

Frá upphafi hafa starfsmenn Ásgarðs lagt áherslu á að hanna og þróa einföld, sterk og skemmtileg leikföng unnin úr náttúrulegum efnivið sem eiga sér samsvörun í íslenskum þjóðháttum. Þau faglegu markmið sem Ásgarður hefur sett sér eiga rætur í uppeldiskenningum Rudolf Steiners. Þær felast meðal annars í því að ekki er litið á fötlun sem vandamál heldur sem möguleika og að í hverri manneskju sé heilbrigður kjarni sem hægt sé að vinna með. Þannig er reynt að aðstoða fatlaðan einstakling við að vinna með fötlun sína, til að hæfileikar hans njóti sín sem best. Á hverjum morgni áður en vinna hefst syngjum við. Það er sérlega skemmtilegt að syngja og þó að við séum öll hálf laglaus, erum við með góðan grunntón. Það hefur sýnt sig að þetta hjálpar okkur að anda út áhyggjum hversdagsins sem við kunnum að bera með okkur í vinnuna, og byggja upp glaðvært og afslappað andrúmsloft.

Á trésmíðaverkstæðinu Valhöll eru smíðuð falleg leikföng af öllum gerðum og stærðum. Ef leikfangið er einfalt að gerð, gefur það hugmyndaflugi barnsins möguleika á að “breyta” hesti í grenjandi ljón án þess að smáatriðin séu að þvælast fyrir því. Í einu leikfangi geta því leynst mörg ævintýri, bæði fyrir þann sem hannar leikfangið og einnig fyrir þann sem leikur sér með það. Í Bilskírni er tekið á móti trjám hvaðan sem þau koma og þau flokkuð til vinnslu. Þar er einnig smíðað mikið af stærri hlutum eins og bekkir, borð, hanar og skilti svo eitthvað sé nefnt. Í Ýdölum er fjölbreytnin í fyrirrúmi. Þar er unnið með ólík hráefni, hvort sem það er úr jurta-, steina-, eða dýraríkinu. Þar má nefna, leður, ull, kopar, leir, horn og margt fleira. Ásgarður býður uppá mikla fjölbreytni þannig að allir sem hér vinna ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Image
Image
Image
Ásgarður was established in 1993 and is a non-profit organization. There are 33 disabled workers working in Ásgarður, together with 9 instructors. Ásgarður is a workplace that emphasizes on the human aspect of working. Therefor we adapt the production to the possibilities of every individual, to help them work with ideas and tools, taking part in the creative process from design to a finished product. This gives the individual confidence, willpower and patience. From the beginning we have concentrated on designing simple, strong and exciting toys that relate to Icelandic tradition, whether that is fishing, farming, history or adventure. We only use natural materials.

The professional ambition of Ásgarður is based on Rudolf Steiner’s anthroposophy. We do not consider a disability to be a problem, but rather a possibility and we look for the healthy quintessence to work with. This is how we assist the individual to work with his/her disability, to find his/her talents. We sing every morning before work. The singing has shown us that it is a good way to forget about our daily little problems, to tune in on a common rhythm, so we can start the day happy and relaxed. In Valhöll we make toys, in all sizes and shapes. If a toy is simple, no details will prohibit the child’s imagination from changing a horse into a roaring lion. One toy can be a doorway to many adventures for both the designer and the user. In Bilskírnir we make sculptures, benches, tables and many other things from trees. In the Art Workshop Ýdalir, diversity is king.

Here we work with different materials from the world of plants, stones or animals. Everyone can find something he or she likes here. The end products can be toys, jewellery, art or utilitarian. It is important for our workers to take part in the creative process.